komin með vinnustofu

3 09 2008

Jæja þá er komið að smá fréttaflutningi. Þar sem ég var ekkert að myndlistast í vetur sá ég ekki ástæðu til að skrifa hér inn, enda var þessi síða svo sem ekki hugsuð sem slík! En alla vega…

Fyrir um það bil mánuði leigði ég mér húsnæði undir vinnustofu. Ég var svolítið tvístígandi yfir því hvort að það væri tímabært þar sem ég var hrædd um að hafa ekki tíma til að nýta mér aðstöðuna þegar skólinn færi af stað. Það hefur hins vegar gengið vonum framar að koma sér í gang aftur og er ég mjög sátt við þessa ákvörðun.

Vinnustofan mín er staðsett í JMJ-húsinu, á 2. hæð. Plássið er mjög bjart og þægilegt. Nú þegar ég er búin að koma öllu dótinu mínu fyrir þá skil ég ekki hvernig ég kom þessu öllu fyrir hérna heima – en það hefur rýmkað töluvert um í vinnuherberginu og geymslan hálf tæmdist 😉 

Ég hefði ekki trúað því hvað það var auðvelt að byrja aftur að mála. Það var líkt og ég tæki bara upp þráðinn þar sem frá var horfið. Ég er strax með nokkrar myndir í gangi, ekkert merkilegt en ágætt til að koma sér í gang. Ég hef haft nóg að gera við að koma dótinu mínu upp úr kössum og er aldrei verkefnalaus. Planið er að vera nokkra morgna í viku á vinnustofunni, ég sé svo hve mikinn tíma ég hef þegar skólinn verður kominn í gang. Annars hefur daglega lífið breyst heilmikið þar sem báðir stubbarnir eru núna byrjaðir á leikskóla. Þannig að ég hef morgnana til að sinna skóla og vinnustofu 🙂

Aðgerðir

Information

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
%d bloggurum líkar þetta: